Halla Þórlaug hefur unnið sem dagskrárgerðarmaður á Rás 1, stýrt menningarþáttunum Víðsjá, Tengivagninum og Bók vikunnar, auk þess að sinna umfjöllun um barna- og unglingabækur í þættinum Orð um bækur. Hún er með BA gráðu í myndlist og MA gráðu í ritlist. 

Árið 2021 hlaut hún ljóðaverðlaunin Maístjarnan fyrir bókina Þagnarbindindi.

Auk hennar hefur Halla Þórlaug skrifað barnabók, sviðsverk og útvarpsleikrit.

Eva Rún er sviðslistakona og ljóðskáld. Hún hefur um árabil starfað með sviðslistahópunum Kviss búmm bang og 16 elskendur.

Árið 2019 hlaut hún ljóðaverðlaunin Maístjarnan fyrir bókina Fræ sem frjóvga myrkrið.

Auk hennar hefur hún sent frá sér tvær aðrar ljóðabækur og eitt smásagnasafn. Hún vinnur nú að skáldsögu sem væntanleg er haustið 2024.

Elías Rúni er myndhöfundur og grafískur hönnuður með BA í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og diplómur í myndasögum frá ÉESI í Angoulême og teikningu frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hann hefur skrifað og myndlýst fjölda bóka á síðustu árum og hlotið ýmsar tilnefningar fyrir verk sín, svo sem tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Vorvindaviðurkenningu IBBY á Íslandi, tilnefningu til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar og var valinn á Heiðurslista IBBY árið 2023.