Poor marriage! Off we went to kill it (unforgivable). Or reinforce it (unforgivable).
The Argonauts
[IS] Maggie Nelson er bandarískur rithöfundur, ljóðskáld og fræðikona sem vinnur gjarnan á mörkum bókmenntagreina. Hún er með doktorsgráðu í enskum bókmenntum frá CUNY Graduate Center í New York og er kennari við háskólann í Suður-Kaliforníu. Í verkum sínum blandar hún saman ljóðlist, endurminningum, gagnrýni, heimspeki og öðrum fræðum svo sem feminískum og hinsegin fræðum. Fyrsta ljóðabók hennar, Shiner, kom út árið 2001 en hún hlaut tilnefningu til Norma Farber verðlaunanna fyrir fyrstu bók. Síðan hefur hún til að mynda gefið út ljóðabækurnar Jane: A Murder (2005) og Something Bright, Then Holes (2007). Eitt þekktasta ljóðverk Nelson, Bluets, kom út árið 2009 en það hefur stundum verið flokkað sem ljóðaritgerð (e. lyric essay) og samanstendur af 240 tengdum prósaljóðum sem fjalla, hvert á sinn hátt, um ást ljóðmælanda á litnum bláum. Árið 2015 skaust hún upp á stjörnuhimin bókmenntanna með bók sinni The Argonauts, fræðiskotnu endurminningaverki um hinseginleika og móðurhlutverkið, en fyrir hana hlaut hún National Book Critics Circle verðlaunin og fékk í kjölfarið MacArthur Fellowship styrk árið 2016. Hún hefur einnig gefið út fjölda annarra bóka með óskálduðu efni, þar á meðal The Red Parts: A Memoir (2007), The Art of Cruelty: A Reckoning (2011) og On Freedom: Four Songs of Care and Constraint (2021). Nýjasta bók hennar, ritgerðasafnið Like Love: Essays and Conversations, kom út hjá Graywolf Press í febrúar síðastliðnum.
[EN] Maggie Nelson is an American writer, poet and scholar whose work defies the boundaries of literary genres. She holds a PhD in English literature from CUNY Graduate Center in New York and teaches at the University of Southern California. In her work she often blends together poetry, memoir, criticism, philosophy and other critical theory such as feminist and queer theory. Her first book of poetry, Shiner, was published in 2001 and received a nomination for the Norma Farber First Book Award. Since then she has published numerous books of poetry including Jane: A Murder in 2005 and Something Bright, Then Holes in 2009. One of her most popular works, Bluets, a book that has sometimes been called a “lyric essay” came out in 2009 and consists of 240 loosely connected prose poems that, each in its own way, deal with the narrator’s love for the colour blue. In 2015 she published The Argonauts, a mix of memoir and philosophical theory that deals with queerness and motherhood. The book became immensely popular and earned her the National Book Critics Circle Award. Subsequently she received a MacArthur Fellowship in 2016. She has also published numerous books of non-fiction, including The Red Parts: A Memoir in 2007, The Art of Cruelty: A Reckoning in 2011 and On Freedom: Four Songs of Care and Constraint in 2021. Her most recent book, the essay collection Like Love: Essays and Conversations, was published by Graywolf Press last February.

a
I saw that cover, I remember that cover! My daughter’s the Bearded Lady. My daughter’s the Bearded Lady!!
My Meteorite: Or, Without the Random There Can Be No New Thing
[IS] Harry Dodge er bandarískur rithöfundur, prófessor, myndhöggvari og vídjólistamaður. Verk hans hafa verið sýnd á ýmsum söfnum, þar á meðal í the Museum of Contemporary Art í Los Angeles, The New Museum og hann hefur hlotið bæði Art Matters styrk og Guggenheim Fellowship. Verk hans og listakonunnar Stanya Kahn, Can’t Swallow It, Can’t Spit It Out er enn fremur hluti af safneign MoMA, Museum of Modern Art í New York. Dodge var einn af stofnendum og listrænum stjórnendum samfélagslega sýningarýmisins Red Dora's Bearded Lady Coffeehouse í San Francisco á fyrri hluta tíunda áratugarins. Árið 2001 skrifaði hann, leikstýrði og lék í kvikmyndinni By Hook or By Crook sem sýnd var á Sundance Film Festival og hlaut fjölda viðurkenninga, til að mynda áhorfendaverðlaun og verðlaun fyrir besta handritið á Outfest Los Angeles LGBTQ kvikmyndahátíðinni. Árið 2012 lagði hann til texta í safnritið Sister Spit: Writing, Rants and Reminiscence from the Road sem ritstýrt var af Michelle Tea. Árið 2020 kom svo út fyrsta bók hans My Meteorite: Or, Without the Random There Can Be No New Thing, tilraunakennt endurminningaverk sem tekur á ýmsum viðfangsefnum; allt frá persónulegum tengslum, ást, dauða og kynlífi til gervigreindar, eðlis- og skammtafræði og hinum tilviljanakenndu tengslum manns og alheims.
[EN] Harry Dodge is an American writer, professor, sculptor and video artist. His work has been on display in the Museum of Contemporary Art í Los Angeles, The New Museum and more and he is a recipient of both an Art Matters grant and a Guggenheim Fellowship. His collaborative work with the artist Stanya Khan, Can’t Swallow It, Can’t Spit It Out, is furthermore part of the permanent collection of MoMA, the Museum of Modern Art in New York. Dodge was one of the founders and curators of the community based performance space Red Dora's Bearded Lady Coffeehouse in San Fransisco in the early nineties and in 2001 he co-wrote, directed and starred in By Hook or By Crook, a film that premiered at the Sundance Film Festival and received numerous awards, including an Audience Award for Outstanding Narrative Feature and a Grand Jury Award for Outstanding Screenwriting at the Outfest Los Angeles LGBTQ Film Festival. In 2012 he published an essay in Sister Spit: Writing, Rants and Reminiscence from the Road, an art and writing collection edited by Michelle Tea. In 2020 he then published his first book called My Meteorite: Or, Without the Random There Can Be No New Thing, an experimental memoir exploring topics ranging from personal connection, love, death and sex to artificial intelligence, quantum physics and the haphazard connection between man and the universe.

a
Samanborið við hana var ég kjánaleg, skyndilega meðvituð um peninga og hvað meðfæddur skortur á góðum smekk hafði í för með sér. Þetta var reyndar bara í sameiginlegri undirvitund sambands okkar, við töluðum ekki um þetta.
Smáatriðin (þýð. Þórdís Gísladóttir)
[IS] Ia Genberg er sænskur rithöfundur og blaðamaður. Fyrsta skáldsaga hennar, Söta Fredag, kom út árið 2012 og var lýst sem einstöku og litríku verki og árið eftir fylgdi skáldsagan Sent Farväl. Árið 2018 kom síðan út smásagnasafnið Klen tröst – & fyra andra berättelser om pengar sem inniheldur fimm sögur um samband fólks við peninga. Nýjasta skáldsaga hennar, Smáatriðin (Detaljerne), kom út árið 2022 og er metsölubók sem þýdd hefur verið á fjölda tungumála. Henni hefur verið lýst sem draumkenndri og melankólískri frásögn af fjölda smáatriða sem er í senn lífleg, skörp og húmorísk og um leið afrek í persónusköpun. Hún var tilnefnd til fjölda verðlauna, þar á meðal sem bók ársins hjá sænska LGBT+ tímaritinu QX árið 2023. Enska þýðing Smáatriðanna er nú á stuttlista alþjóðlegu Booker verðlaunana árið 2024 en bókin hlaut einnig hin virtu Augustpriset verðlaun í Svíþjóð árið 2022 ásamt bókmenntaverðlaunum Aftonbladet. Hún kom út í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur hjá Benedikt bókaútgáfu árið 2023.
[EN] Ia Genberg is a Swedish writer and journalist. Her first novel, Söta Fredag, was published in 2012 and was described as a unique and colorful work that was followed by her second novel Sent Farväl the year after. In 2018 she published a short story collection called Klen tröst – & fyra andra berättelser om pengar which includes five stories that deal with the relationship between people and money. Her latest novel, The Details (Detaljerne), was published in 2022 and is a bestseller that has been translated into numerous languages. It has been described as both a dreamlike and melancholy narrative that is at once lively, sharp and humorous and as “a feat of characterization”. It has been nominated for numerous awards, including book of the year by the Swedish LGBT+ magazine QX in 2023. The English translation of The Details is now shortlisted for the 2024 International Booker Prize. It won the prestigious Augustpriset award in Sweden in 2022 as well as the Aftonbladet literary prize. The book was translated into Icelandic by Þórdís Gísladóttir and published by Benedikt Publishing in 2023.

Maður þakkar foreldrum sínum fyrir að hafa komið sér í heiminn með því að stunda kynlíf á sama hátt og þau.
Hamingjan hjálpi mér I og II
a
[IS] Kristín Ómarsdóttir er margverðlaunað ljóðskáld og rithöfundur og einn af frumkvöðlum íslenskra hinsegin bókmennta. Hún hefur einnig starfað á sviði myndlistar en fyrsta einkasýning hennar, Sjáðu fegurð þína, var sett upp í Gerðubergi í fyrra samhliða ritþingi um skáldskap og listferil hennar á vegum Borgarbókasafnsins. Kristín stundaði nám í íslensku og almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands og spænsku við Háskólann í Barcelona. Árið 1985 vann hún leikritasamkeppni Þjóðleikhússins og í kjölfarið var fyrsta leikrit hennar, Draumar á hvolfi, sett upp. Fyrsta skáldsaga hennar, Svartir brúðarkjólar, kom út árið 1992 en hún hefur síðan sent frá sér fjölda skáldsagna og nokkur smásagnasöfn ásamt átta ljóðabókum sem komu út í heildarsafni hjá Partusi bókaforlagi árið 2020. Árið 2005 hlaut hún Grímuverðlaunin sem leikskáld ársins fyrir leikritið Segðu mér allt. Hún hefur fjórum sinnum verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og tvisvar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, árið 1999 fyrir skáldsöguna Elskan mín ég dey og árið 2019 fyrir ljóðabókina Kóngulær í sýningargluggum. Verk hennar hafa verið þýdd á fjölda tungumála, þar á meðal ensku, frönsku, þýsku og sænsku. Hún hlaut Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna og kvára í flokki fagurbókmennta árið 2024 fyrir nýjustu skáldsögu sína Móðurást, Oddný.
[EN] Kristín Ómarsdóttir is a multi-award winning writer and poet and one of the pioneers of Icelandic queer literature. She has also worked in the visual arts and last year her first private exhibition opened in Gerðuberg alongside a conference on her written work and art career organized by The City Library. Kristín studied Icelandic and Comparative literature at the University of Iceland and Spanish at the University of Barcelona. In 1985 she won The National Theater’s play competition for her first play Draumar á hvolfi. Her first novel Svartir brúðarkjólar was published in 1992 and since then she has published numerous novels along with a few short story collections as well as eight books of poetry that were published in a Collected Poems by Partus publishing in 2020. In 2005 she won the Grímuverðlunin, the Icelandic Performing Arts award, for the play Segðu mér allt. She has been nominated for the Icelandic Literature prize four times and twice for the Nordic Literature Prize, in 1999 for the novel Elskan mín ég dey and in 2019 for the poetry collection Kóngulær í sýningargluggum. Her work has been translated into numerous languages including English, French, German and Swedish. She won the 2024 Fjöruverðlaun, the Icelandic women and non-binary people’s literature prize, for her latest novel, Móðurást, Oddný.

It begins with a boy, a young boy, who is perhaps a girl, but does not yet know it.
Hamingjan The Endless Summer (þýð. Gaye Kynoch)
a
[IS] Madame Nielsen hefur verið kölluð ein af djörfustu listamönnum Danmerkur. Hún er margkynja danskur listamaður, tónlistarkona, rithöfundur og leikkona. Hún var áður þekkt undir nafninu Claus Beck-Nielsen en árið 2001 lýsti hún yfir dauða hans og til ársins 2011 vann hin nafnlausa manneskja sem eftir stóð að verkefninu „Das Beckwerk“ sem hverfðist meðal annars um hvernig það er að lifa án sjálfsmyndar og nafns og byrðarinnar sem því fylgir. Í kjölfarið kom út bókin Beyond Identity sem fjallar um verkefnið. Árið 2013 endurfæddist hún sem Madame Nielsen og ári seinna gaf hún út skáldsöguna Den endeløse sommer sem hefur verið lýst sem töfrandi skáldsögu, sem skrifuð er á hátt sem frelsi egóið frá stífum samfélagslegum hugmyndum um kyn, kynhneigð og líkama. Síðan þá hefur hún gefið út skáldsögur á borð við The Monster (2018) og Lamento (2020) en áður höfðu komið út bækurnar Horne Land (1999), Selvmordsaktionen (2005) Mine møder med de danske forfattere (2013) og fleiri. Þær tvær síðastnefndu voru tilnefndar til Norrænu bókmenntaverðlaunanna en Nielsen hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín, sem hafa auk þess verið þýdd yfir á níu tungumál.
[EN] Madame Nielsen has been called one of Denmark’s most daring artists. She is a multi-gendered Danish artist, musician, writer and actress. She was formerly known as Claus Beck-Nielsen who she declared dead in 2001 and until 2011 the nameless person who remained, worked on a project called “Das Beckwerk” that among other things explored the idea of living without a name and identity, freed from the burden of such things. Following the project, the book Beyond Identity was published based on the project. In 2013 she was reborn as Madame Nielsen and the following year she published the novel Den endeløse sommer (The Endless Summer) which has been described as a magical novel written in a way that frees the ego from rigid societal ideas on gender, sexuality and the body. Since then she has published novels such as The Monster (2018) and Lamento (2020). Before that the books Horne Land (1999), Selvmordsaktionen (2005) and Mine møder med de danske forfattere (2013) had been published, among others, the last two mentioned being nominated for the Nordic Council Literature Prize. She has received numerous awards for her work which has been translated into 9 languages.